Forseti Íslands skellti sér í sund í Þorlákshöfn

gudni_sundForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skellti sér í sund til Þorlákshafnar í blíðunni í dag. Samkvæmt heimildum Hafnarfrétta tók hann pottaspjall við sundlaugargesti en ekki fylgir sögunni hvort eða hversu margar ferðir hann synti.

Eins og allir vita þá þykir sundlaugin í Þorlákshöfn með þeim betri á landinu eins og fram kom t.d. í grein á Nútímanum á dögunum.

Forseti vor er greinilega vel upplýstur um hvar sé best að skella sér til sunds en fyrir kosningar kom hann til Þorlákshafnar og hélt fund fyrir heimamenn í ráðhúsinu.