Borgarafundur í Þorlákshöfn: Kvótakerfið og áhrif þess á lítil bæjarfélög

hofnin02Á morgun, fimmtudag, munu Píratar í Suðurkjördæmi halda opinn borgarafund í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn. Þar verður rætt um sölu á 1.600 tonnum úr sveitarfélaginu og afleiðingar þess.

„Fyrsti umræðufundur sinnar tegundar um kvótakerfið og áhrif þess á lítil bæjarfélög á landsbyggðinni og um þá þöggun sem á sér stað hjá starfsmönnum fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir á heimasíðu Pírata um fundinn í Þorlákshöfn á morgun.

Á fundinum verður einnig fjallað um sjávarútvegsstefnu Pírata, tekið við fyrirspurnum og farið yfir önnur stefnumál sem fundarmenn vilja fræðast um.

Fundurinn hefst kl. 20 annað kvöld í Ráðhúsi Ölfuss.