Útlitið ekki gott hjá Ægismönnum: Tap fyrir vestan

13340609_10209712418031049_1771212953_o (1)Lítið gengur upp hjá Ægismönnum þessa dagana en í dag tapaði liðið fyrir Vestra á Ísafirði 2-0.

Heimamenn komust yfir á 15. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Á 71. mínútu leiksins innsigluðu Vestramenn 2-0 sigur og Ægismenn hafa þá tapað fjórum leikjum í röð í 2. deildinni.

Erfitt verkefni bíður Ægismanna en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar, sex stigum á eftir KV sem er í 10. sæti.

Sex leikir eru eftir af tímabilinu og fá Ægismenn Hött í heimsókn næstkomandi laugardag kl. 14.