Tveir farið holu í höggi á 7. braut í sumar

laufey_svanur01Laufey Jóna Jónsdóttir fór holu í höggi á Íslandsmóti golfklúbba á Þorláksvelli í gær. Höggið lék hún á einni af fallegri holum landsins, 7. brautinni.

Einmitt á sömu braut fór Svanur Jónsson holu í höggi á Meistaramóti GÞ þann 8. júlí síðastliðinn.

Virkilega skemmtilegt og greinilegt að 7. brautin er að gefa vel í sumar.