Lúðrasveitin leitar enn að nýjum stjórnanda

ludrasveit_harpa02Eftir að Róbert A. Darling lét af störfum sem stjórnandi Lúðrasveitar Þorlákshafnar í vor eftir 32 ár í starfi hefur sveitin leitað að nýjum stjórnanda.

Lúðrasveitin hefur rætt við nokkra aðila en án árangurs og leitar sveitin því enn að stjórnanda en stutt er í að vetrarstarfið hefjist.

„Okkur vantar góða manneskju í brúnna. Er ekki einhver þarna úti tilbúin að takast á við nýja áskorun eða bæta á sig verkefnum? Einu er hægt að lofa – það verður sjaldan leiðinlegt eða tíðindalaust!,“ segir í tilkynningu Lúðrasveitar Þorlákshafnar.

Áhugasamir geta haft samband í síma 692 7184 eða á asaberglind@gmail.com.