Nýjungar hjá Café Sól í Þorlákshöfn

cafesol01Eigendur Café Sól vilja þakka frábærar viðtökur og góð viðskipti frá því Café Sól var opnað í apríl sl.

Um leið og við fögnum komu haustins viljum við vekja athygli á, að auk fjölbreyttra vörutegunda þá býður Café Sól upp á pöntunarþjónustu. Vanti þig/ykkur nýbakað baguette, hvítlaukshring, brauð eða annað af þeim vörum sem við erum með, er hægt að panta hjá okkur með 2 klukkustunda fyrirvara. Einnig er í boði að panta hjá okkur ýmsar veitingar til veislu.

Í sumar byrjuðum við á að bjóða upp á svokallaða boostdrykki. Þeir hafa notið mikilla vinsælda, enda bragðgóðir og næringarríkir. Við ætlum að halda áfram með þá og bætum væntanlega við úrvalið eftir því sem líður á haustið. Vekjum athygli á að ávallt er hægt að velja „sinn eiginn“ boostdrykk, svo lengi sem við eigum hráefnið.

Frá og með 1. september nk. verður opnunartími Café Sól þessi:
Virka daga: 7:30 – 17
Laugardaga: 9-14
Sunnudaga: Lokað

Kveðja, Café Sól