Ægismenn með góðan sigur – geta bjargað sér frá falli

aegir01Ægismenn hirtu öll stigin þrjú í dag þegar liðið fékk KV í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 2. deildinni í fótbolta.

Liðin eru í mikilli fallbaráttu en fyrir leikinn voru Ægismenn með 14. stig í 11. sæti og KV var með 17. stig í 10. sæti.

Eina mark leiksins kom þegar þrjár mínútur lifðu af venjulegum leiktíma en þá skoraði Magnús Pétur Bjarnason og tryggði Ægismönnum dýrmæt þrjú stig.

Þar með eru liðin jöfn að stigum í 10. og 11. sæti þegar þrír leikir eru eftir af íslandsmótinu. Næsti leikur Ægis er á sunnudaginn eftir rúma viku en þá mæta þeir liði KF.