Flottur sigur Þórsara gegn Stjörnunni í kvöld

Mynd: Alan J Schaefer
Mynd: Alan J Schaefer

Þór og Stjarnan mættust nú í kvöld í hörkuleik í Icelandic Glacial Höllinni í fyrsta leik liðanna í Icelandic Glacial mótinu.

Þórsarar byrjuðu leikinn hrikalega vel og komust strax í þægilegt forskot sem viðhélst fram á leikinn. Þegar líða fór á leikinn fóru Stjörnumenn að komast betur inní leikinn og var leikurinn hnífjafn langt fram á síðasta leikhluta. Um miðbik seinasta leikhluta gáfu Þórsarar aftur í og komust í 10 stiga forystu þegar um 3 mínútur voru eftir. Þórsarar héldu forystunni út og lönduðu 8 stiga sigri 74-66.

Tobin Carberry fór á kostum í kvöld en hann henti niður 29 stigum, á eftir honum voru, Maciek Baginski 13, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 6, Grétar Ingi Erlendsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 6, Þorsteinn Már Ragnarsson 5 og Magnús Breki Þórðarson 3.

Staðan í mótinu er því svona:

[table id=1 /]

Næsti leikur liðsins er gegn Skallagrím á morgun 10.september klukkan 17:00. Hvetjum fólk til að mæta og styðja Þórsara áfram!

Áfram Þór!
AÖS