Nýr opnunartími í Félagsmiðstöðinni Svítunni

svitan01Búið er að breyta opnunartíma í Félagsmiðstöðinni Svítunni, en félagsmiðstöðin hefur verið ansi vinsæl meðal ungmenna í Þorlákshöfn. Opnunartíminn hefur verið óbreyttur í fjölda ára en ástæða breytingarinnar er að ansi margar íþróttaæfingar voru að rekast á við opnunartímann.

Nýr opnunartími er eftirfarandi:

6.-7. bekkur 

Þriðjudaga frá 17:00-19:00
Fimmtudaga frá 17:00-19:00

8.-10. bekkur

Mánudaga frá 19:30-22:00
Þriðjudaga frá 19:30-22:00
Fimmtudaga frá 19:30-22:00

Starfsmenn Svítunnar hvetja öll ungmenni til að sækja félagsmiðstöðina en um þessar mundir er verið að setja saman ansi veglega dagskrá fyrir veturinn.