Ægir fær Magna í heimsókn í lokaleiknum

aegir01Í dag, laugardag, fer fram síðasti leikur sumarsins hjá Ægismönnum þegar liðið fær Magna frá Grenivík í heimsókn á Þorlákshafnarvöll.

Ægismenn munu að öllum líkindum spila í 3. deild næsta sumar en þeir ætla sér þó að klára tímabilið með stæl.

„Sama í hvað stefnir eða hvernig sem fer þá vonumst við til að geta endað tímabilið á eins góðum nótum og hægt er. Hvetjum ykkur til að mæta á síðasta leik tímabilsins og styðja okkar lið,“ segir á Facebook-síðu Ægis.

Leikurinn hefst kl. 14.