Viktor Karl valinn á Hæfileikamót KSÍ og N1

viktor_karlÞorlákshafnarbúinn Viktor Karl Halldórsson hefur verið valinn á Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja sem fram fer í Kórnum í Kópavogi dagana 23.-25. september. Um er að ræða leikmenn sem eru í fjórða flokki, 13 til 14 ára.

Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar en hann hefur undanfarið ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.

Glæsilegur árangur hjá Viktori!