Hópuppsögn hjá Frostfiski

thorlakshofn-7Fiskvinnslufyrirtækið Frostfiskur í Þorlákshöfn hefur sagt upp tugum starfsmanna fyrirtækisins. Heimildamaður staðfesti fregnirnar í samtali við Hafnarfréttir.

Frostfiskur er fjölmennasta fiskvinnslufyrirtæki bæjarins en fyrirtækið á engan kvóta og kaupir því allan sinn fisk á mörkuðum. Ástæðan er sögð erfiðleikar í rekstri.