Skúli í 8. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

skuli01Þorlákshafnarbúar eiga góðan fulltrúa á framboðslita Viðreisnar í Suðurkjördæmi en það er sjómaðurinn Skúli Kristinn Skúlason.

Skúli er í 8. sæti og jafnframt eini sjómaðurinn á listanum.

Á Facebook síðu sinni segir Skúli að ástæðan fyrir því að hann sé í framboði séu stefnumál Viðreisnar. „Þarna er fullt af flottu og spennandi fólki sem vill breyta Íslandi til batnaðar og við vitum öll að breytinga er þörf.“