KyrjukórinnFimmtudaginn 27. október kl. 20 býður Kyrjukórinn upp á tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Í boði verður skemmtilegt úrval af íslenskum og erlendum sönglögum.

Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir stjórnar kórnum og Helgi Már Hannesson leikur undir á píanó.

Aðgangsmiði kostar 2.000 kr. kaffi og konfekt innifalið í verðinu. Notaleg kvöldstemming með fallegri tónlist.