Ölfus fellur niður lista yfir „Draumsveitarfélagið“

dólusSveitarfélagið Ölfus fellur niður um 13. sæti á lista yfir „draumasveitarfélagið“ samkvæmt úttekt Vísbendingar, en ritið hefur í mörg ár metið fjárhagslegan styrk sveitarfélaga og fundið þannig út hvaða sveitarfélag er „Draumasveitarfélagið“ á hverju ári.

Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaganna árið 2015 og er farið vel yfir skuldir, tekjur, eignir, íbúafjölda og grunnrekstur bæði hjá A- og B-hluta stofnunum 36 fjölmennustu sveitarfélaga landsins.

Sveitarfélagið Ölfus var í 9. sæti listans árið 2015 en er nú í 22. sæti og hefur því fallið niður um heil 13 sæti á milli ára en í ár fær Ölfus einkunnina 5,2.

Vestmannaeyjabær var kjörið „draumasveitarfélagið“ í ár og þar á eftir koma Grindavíkurbær og Fjallabyggð.

Sveitarfélagið Ölfus hefur einu sinni hreppt titilinn en það var árið 2002