Verður þú ekki heima á kjördag?

ráðhúsiðEf þú hefur ekki tök á að kjósa á kjördag þá getur þú nýtt þér það að kjósa utan kjörfundar í Þorlákshöfn.

Til að kjósa utan kjörfundar hafa kjósendur yfirleitt þurft að gera sér ferð út úr sveitarfélaginu til að kjósa. Nú er hins vegar hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn. Opnunartími er frá kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 alla virka daga.

Við hjá Hafnarfréttum hvetjum alla til að nýta kosningarétt sinn í komandi kosningum.