Arna, Bergrún og Birta: „Við lögðum mikla vinnu í þetta atriði og það klárlega skilaði sér“

Mynd: Guðmundur Karl
Myndir: Guðmundur Karl

Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Birta Rós Hlíðdal báru sigurorð í Söngkeppni NFSu sem fram fór í Iðu í gærkvöldi með laginu Don’t Worry About Me eftir bresku söngkonuna Frances.

Hafnarfréttir náðu tali af stúlkunum eftir sigurinn.

„Það var ótrúlega gaman að keppa í söngkeppninni og hvetjum alla eindregið til þess að taka þátt. Upplifunin að syngja á sviði fyrir svona marga er mögnuð, ásamt því hvað við kynntumst rosalega mörgu frábæru fólki.“

arna_bergrun_birta02Margir góðir söngvarar tóku þátt í keppninni í ár. „Það voru rosalega margir góðir söngvarar og áttum við ekki von á sigri. Bara það að taka þátt er ákveðinn sigur, en auðvitað er rosalega gaman að vinna. Við lögðum mikla vinnu í þetta atriði og það klárlega skilaði sér.“

Með sigrinum þá munu þær stöllur taka þátt í lokakeppni Söngkeppni framhaldsskólanna á næsta ári og verður það án efa mikil lyftistöng fyrir þær. „Það er æðislegt að komast áfram í stærra verkefni og erum við mjög spenntar fyrir skemmtilegum tímum framundan,“ segja þessar frábæru söngkonur að lokum í samtali við Hafnarfréttir.