Digiqole ad

Toppsætið í húfi: Þór fær Stjörnuna í heimsókn

 Toppsætið í húfi: Þór fær Stjörnuna í heimsókn
thor_haukar_okt2016-2
Tobin Carberry verður í eldlínunni í kvöld en hann hefur verið frábær í liði Þórs.

Í kvöld fer fram sannkallaður toppslagur í Domino’s deildinni í körfubolta þegar Þórsarar fá Stjörnumenn í heimsókn.

Þór vann glæsilegan sigur á KR í Vesturbænum í síðustu umferð og Stjarnan hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils.

Ef Þórsarar vinna leikinn í kvöld fer liðið uppfyrir Stjörnuna í 1. sæti deildarinnar. Þá mun stuðningur úr stúkunni skipta Þórsara miklu máli.

Leikurinn hefst klukkan 20 og verður frítt inn fyrir 20 ára og yngri í boði Landsbankans.