Of mikið á netinu?

myndirrr_240Umræður um aukinn kvíða og svefnleysi barna og unglinga hefur leitt hugann að aukinni notkun farsíma og samfélagsmiðla.

Á síðasta fundi Náum áttum á árinu, sem haldinn var í gær, var fjallað um netnotkun barna og unglinga í snjalltækjum og hvernig best sé að bregðast við þeim vanda sem við blasir í nýjum könnunum meðal skólabarna.

Fundurinn var mjög áhugaverður og hvetjum við alla foreldra til að horfa á upptökur á fundinum sem má nálgast á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á mbl.is má einnig nálgast samantekt frá fundinum.