Góður útisigur Þórs gegn Snæfell

Þórsarar gerðu góða ferð í Stykkishólm í kvöld þegar liðið vann heimamenn í Snæfell 68-99 í Domino’s deildinni í körfubolta.

Jafnræði var með liðununum í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta hrukku Þórsarar í gang og þá var ekki aftur snúið. Þorlákshafnardrengirnir lönduðu að lokum öruggum 31 stiga sigri.

Tobin Carberry var stigahæstur Þórsara með 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ragnar Örn kom næstur með 18 stig og Grétar Ingi var flottur með 17 stig. Halldór Garðar og Maciej Baginski setu báðir 10 stig. Emil Karel og Ólafur Helgi skoruðu 8 stig hvor. Benjamín Þorri setti 3 stig og Styrmir Snær og Davíð Arnar skoru báðir 2 stig.

Eftir þennan flotta sigur eru Þórsarar komnir í 4. sæti deildarinnar með 18 stig.