Þór mætir Tindastól í undanúrslitum bikarkeppni unglingaflokks

Á morgun má búast við miklum hita í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Lið unglingaflokks Þórs tekur á móti liði Tindastóls í undanúrslitum bikarkeppni unglingaflokks á morgun, laugardag, kl. 14:30.

Í byrjun janúar sigruðu Þórsarar Fjölnismenn 50:66 og fyrir viku síðan lögðu Þórsarar Keflvíkinga að velli 76:89.

Sem fyrr segir fer leikurinn fram í Icelandic Glacial höllinni og má búast við hörkuspennandi leik. Við hvetjum því heimamenn til þess að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum okkar.