Ölfus opnar nýja og stórglæsilega heimasíðu

Í dag var ný heimasíða Sveitarfélagsins Ölfuss sett í loftið en sú gamla var orðin barn síns tíma.

Nýja síðan er snjallvæn og auðveldar íbúum Ölfuss sem og öðrum aðgengi að upplýsingum.

Samhliða nýju síðunni hefur verið opnuð rafræn íbúagátt þar sem íbúar munu geta sótt um ýmsa þjónustu sem og skoðað reikninga og skilaboð frá sveitarfélaginu. Enn er verið að vinna í gáttinni en hún verður klár innan skamms.

Á síðunni má nálgast margt áhugavert bæði fyrir íbúa sem og einstaklinga sem hafa áhuga á að flytja í sveitarfélagið en kynningarátakið „Hamingjan er hér“ er með sér undirsíðu á heimasíðunni www.olfus.is/hamingjanerher.