Mikilvægur leikur í kvöld þegar ÍR-ingar og Ghetto Hooligans mæta í höfnina

Í kvöld munu Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í Icelandic Glacial höllinni.

Stuðningsmannasveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, hefur boðað komu sína til að styðja við bakið á liðinu og spurning hvort að Græni Drekinn muni mæta til að aðstoða Þórsarana í þessum mikilvæga leik.

Það má reikna með hörku leik í Þorlákshöfn í kvöld, bæði inni á vellinum og í stúkunni en leikurinn hefst kl. 19:15.

Áfram Þór