Axel Örn í Vængi Júpíters

Markvörðurinn Axel Örn Sæmundsson er genginn til liðs við Vængi Júpíters í 3. deildinni í fótbolta.

Axel er uppalinn Ægismaður og spilaði þar upp alla yngri flokka en hann lék með Árborg síðustu tvö tímabil í 4. deildinni.

Ægir og Vængir Júpíters munu bæði spila í 3. deildinni í sumar.