Lengjubikarinn: Stórt tap Ægis gegn Vestra

Ægismenn spiluðu fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum í fótbolta í gær þegar liðið mætti Vestra en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.

Leikurinn var aldrei spennandi en Vestri vann öruggan 0-6 sigur. Vestfirðingar voru 0-5 yfir í hálfleik og skoruðu sjötta markið á 79. mínútu leiksins.

Næsti leikur Ægis í Lengjubikarnum er gegn KFR sunnudaginn 19. mars og fer leikurinn fram á JÁVERK vellinum á Selfossi.