Trésmiðja Heimis býður fríar sætaferðir á leikinn annað kvöld

Fríar sætaferðir verða frá Þorlákshöfn á oddaleik Þórs og Grindavíkur sem fram fer í Grindavík annað kvöld.

Það er Trésmiðja Heimis sem býður Þórsurum upp á fría rútuferð fram og til baka á leikinn og verður lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00.

Búið er að panta 50 manna rútu og verða fleiri klárar ef þörf krefur. Skráning í rútuna fer fram Facebook síðu Þórs, fyrstir koma fyrstir fá.

Frábært framtak hjá Trésmiðju Heimis og vonandi að fólk fjölmenni til Grindavíkur í þessum gríðarlega mikilvæga leik um það hvort liðið kemst í undanúrslit.