Ægir tapaði fyrir Vængjum Júpíters í Lengjubikarnum

Ægismenn töpuðu 3-1 fyrir Vængjum Júpíters í gær þegar liðin mættust í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram á heimavelli Vængjanna í Grafarvogi.

Þorkell Þráinsson kom Ægi yfir á 25. mínútu leiksins en rétt fyrir hálfleik jöfnuðu heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik.

Vængir Júpíters bættu við marki í upphafi síðari hálfleiks og gulltryggðu síðan 3-1 sigur á 75. mínútu með marki frá fyrrverandi Ægismanni, Matthíasi Björnssyni.

Þorlákshafnarbúinn Axel Örn Sæmundssons stendur í marki Vængja Júpíters en hann skipti yfir til þeirra á dögunum. Samtals fjórir leikmenn Vængja Júpíters hafa spila fyrir lið Ægis.