Þórsarar geta farið í undanúrslit í kvöld

Í kvöld ræðst hvort það verður Þór eða Grindavík sem hreppir sæti í undanúrslitum í Domino’s deild karla í körfubolta.

Trésmiðja Heimis býður uppá fríar sætaferðir og á þá enginn að þurfa að missa af þessum stærsta leik tímabilsins til þessa.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er ekkert vitlaust að vera mætt/ur eitthvað fyrr þar sem búast má við góðri mætingu í Mustad höllina í Grindavík.

Áfram Þór!