Þórsarar úr leik

Þórsarar þurftu að lúta í lægra haldi gegn Grindavík í kvöld í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta.

Heimamenn í Grindavík voru sterkari aðilinn í kvöld og voru Þórsarar ávallt að elta. Í seinni hálfleik áttu Þórsarar nokkra sénsa á að ná Grindvíkingum en heimamenn svöruðu í hvert skipti sem Þórsarar minnkuðu muninn.

Grindavík vann að lokum sannfærandi sigur 93-82 og þar með eru Þórsarar komnir í sumarfrí en þeir munu án efa mæta tvíefldir á næstu leiktíð.