Silfurdrengir í minni boltanum

Um helgina urðu strákarnir í minni bolta Þórs í 2. sæti í Íslandsmóti KKÍ. Frábær árangur hjá strákunum og þjálfara þeirra, Baldri Þór, en þeir lögðu Íslandsmeistarana af velli í síðasta leiknum.

Nú fyrir stuttu unnu einnig stelpurnar í minni boltanum silfur í Íslandsmótinu. Flottir og efnilegir krakkar hjá Þór og alveg ljóst að körfuboltaframtíðin er björt í Þorlákshöfn