Digiqole ad

Emil valinn í A-landslið Íslands: „Gott tækifæri til að sanna sig“

 Emil valinn í A-landslið Íslands: „Gott tækifæri til að sanna sig“

Þórsararinn Emil Karel Einarsson var valinn í landsliðshóp Íslands í körfubolta sem mun spila á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Marínó 30. maí til 3. júní.

„Ég er virkilega spenntur fyrir þessu og gott tækifæri til að sanna sig og fikra sig nær lokahópnum,“ segir Emil Karel í samtali við Hafnarfréttir eftir að tilkynnt var um landsliðshópinn fyrr í dag.

Emil er ekki eini Þorlákshafnarbúinn í hópnum en Baldur Þór Ragnarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins. Þá var Maciej Baginski einnig valinn í leikmannahópinn en hann hefur sagt skilið við Þór og mun leika með Njarðvík á næsta tímabili.

Hafnarfréttir óska drengjunum til hamingju með árangurinn!