Jón Guðni skoraði sitt annað mark á tímabilinu

Mynd: IFK norrköping

Varnarjaxlinn Jón Guðni Fjóluson var á skotskónum í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrra mark Norrköping í 2-0 sigri á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jón Guðni er lykilmaður í liði Norrköping sem hefur unnið fjóra leiki af síðustu sex og var þetta annað markið sem Jón Guðni skorar á tímabilinu.