Sjómannadagshelgin í Þorlákshöfn – dagskrá

Sjómannadagurinn er á sunnudaginn og verður líf og fjör í Þorlákshöfn um helgina í tilefni hans.

Hér að neðan gefur að líta dagskrána í Þorlákshöfn um helgina.

Laugardagurinn 10. júlí

13:00 Útvegsmannafélagið í Þorlákshöfn býður upp á skemmtisigling. Lagt af stað frá Svartaskersbryggju.

13:00-16:00 Black Beach Tours verður með skemmtisiglingar á RIB-bát. 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri (13-17 ára þurfa leyfi forráðamanna) og 1.000 kr. fyrir 6-12 ára (í fylgd með fullorðnum). Mæting á smábátahöfn.

13:30 Björgunarsveitin stjórnar hefðbundinni dagskrá við Herjólfsbryggju: Kappróður, karahlaup, koddaslagur, kassaklifur, hoppukastalar, andlitsmálun og fleira. Körfuknattleiksdeild Þórs verður með til sölu gómsæt humarfyllt pylsubrauð.

20:00 Knattpyrnufélagið Ægir heldur sjómannaskemmtun í Versölum.

Sjómannadagur, sunnudagurinn 11. júlí

11:00 Sjómannadagsmessa í Þorlákskirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki. Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson þjóna fyrir altari. Organisti Ester Ólafsdóttir. Kór Þorlákskirkju.

15:00-17:00 Kaffihlaðborð á vegum Björgunarsveitarinnar verður haldið sunnudaginn 11. júní kl. 15:00 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.