Daníel syngur lag Hinsegin daga 2017

Lag Hinsegin daga 2017 hefur litið dagsins ljós en þar fer okkar maður, Daníel Arnarsson, fremstur í flokki.

Lagið sem er mikill stuð smellur er samið af Örlygi Smára og Hólmar Hólm, kærasti Daníels, samdi textann en Þorlákshafnardrengurinn sér um óaðfinnanlegan sönginn.

Það er greinilegt að Daníel situr ekki auðum höndum þessa dagana en hann var ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 í upphafi þessa mánaðar.

Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun og má heyra það í spilaranum hér að neðan ásamt viðtali við Daníel og Hólmar.