Allt sorp losað á þriggja vikna fresti

Sveitarfélagið Ölfuss hefur ákveðið að breyta sorphirðunni í sveitarfélaginu eftir að reynslan sýndi að losun á plasti og pappa á 6 vikna fresti reyndist of langur tími.

Hafnarfréttir greindu frá óánægju íbúa með gamla fyrirkomulagið þar sem plast tunnurnar fylltust mjög hratt hjá mörgum íbúum. Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri sagði að þetta yrði að skoða í ljósi reynslu og meta hvað þyrfti að gera.

Nú strax hefur Sveitarfélagið brugðist við og eftir breytinguna verður allt sorp losað á þriggja vikna fresti.