Öruggur sigur Ægis á heimavelli í dag

Knattspyrnulið Ægis vann feiknar góðan 4-1 sigur á liði Einherja í Þorlákshöfn í dag.

Jonathan Hood skoraði fyrsta mark Ægismanna á 7. mínútu, Guðmundur Garðar bætti við öðru á 24. mínútu og Þorkell kom Ægismönnum í 3-0 á 35. mínútu.

Gestirnir frá Vopnafirði minnkuðu muninn í 3-1 á 82. mínútu leiksins en Hood fullkomnaði öruggan sigur Ægis þegar 2 mínútur lifðu af venjulegum leiktíma.

Frábær sigur í höfn og Ægismenn safna dýrmætum stigum þessa dagana en sitja þó enn í 7. sæti. Næsti leikur Ægis er heimaleikur gegn Þrótti Vogum 10. ágúst.