Baldur var á ferð og flugi með landsliðum í sumar

Mynd: Ólafur Þór / karfan.is

Baldur Þór Ragnarsson var á miklu ferðalagi í sumar en hann er búinn að ferðast með Íslenskum landsliðum í körfubolta víðsvegar um heiminn. Baldur sagði frá ferðalögum sumarsins í viðtali við Gest frá Hæli í Sportþættinum á Suðurland FM í gærkvöldi.

Samtals var Baldur í 40 daga erlendist í landsliðsverkefnum í sumar en hann byrjaði á Smáþjóðaleikunum með A-landsliði karla sem styrktarþjálfari, síðan var haldið til Finnlands á Norðurlandamót með u-16 ára liði karla þar sem hann var aðstoðarþjálfari. Eftir þá ferð var haldið til Kýpur með u-20 liðið sem spilaði í A deild á Evrópumótinu en þar var Baldur einnig aðstoðarþjálfari. Að lokum fór hann á Evrópumót í Búlgaríu með u-16 liðið.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Baldur en þar má heyra margt áhugavert.