Frábær þáttaka í Minningarmótinu um Gunnar Jón

Minningarmótið um Gunnar Jón Guðmundsson fór fram á Þorláksvelli á sunndudaginn og var þetta í 17. skipti sem mótið er haldið. Frábær þáttaka var í mótinu og komust færri að en vildu.

76 kylfingar tóku þátt og skemmtu þeir sér vel í frábæru veðri á glæsilegum golfvellinum í Þorlákshöfn. Í mótslok var grillað og veitt verðlaun ásamt því að dregið var úr skorkortum.

Sigurvegarar mótsins voru Guðjón Ágúst Gústafsson og Jón Valgarð Gústafsson á frábæru skori, 61 högg nettó.

Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins
1. Gústafsson – 61 högg nettó (Guðjón Ágúst Gústafsson og Jón Valgarð Gústafsson)
2. Ragnar og Orri – 61 högg nettó (Ragnar Ágúst Ragnarsson og Orri Bergmann Valtýsson)
3. Liverpool fans – 63 högg nettó (Guðjón Öfjörð Einarsson og Hjörtur Leví Pétursson)

Lengsta teighögg á 17. braut: Hilmir Guðlaugsson
Næst holu á 2. braut: Orri Bergmann Valtýsson (2,96m)
Næst holu á 5. braut: Magnús Ingvason (0,25m) – Ný braut sem opnuð var í ágúst.
Næst holu á 8. braut: Óskar Atli Rúnarsson (2,24m)
Næst holu á 11. braut: Ásgeir Sigurbjörnsson (0,70m)
Næst holu á 14. braut: Gunnar Marel Einarsson (0,96m)