Ægismenn gerðu jafntefli á Dalvík

Ægismenn heimsóttu Dalvík í gær og mættu þar heimamönnum í 14. umferð 3. deildarinnar í knattspyrnu.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Jonathan Hood kom Ægi yfir á 58. mínútu. Heimamenn jöfnuðu átta mínútum síðar og þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom Darko Matejic Ægismönnum í 2-1. Heimamenn í Dalvík gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn á 90. mínútu.

Ægismenn þurftu því að sættast á að taka einungis eitt stig heim til Þorlákshafnar en voru grátlega nálægt því að taka öll þrjú stigin.

Næsti leikur Ægis er heimaleikur gegn Vængjum Júpíters næstkomandi laugardag en markvörður Vængjanna er Þorlákshafnarbúinn Axel Örn Sæmundsson.

Upplýsingar úr leik Dalvík og Ægis voru fengnar af Fótbolta.net