Jón Guðni í landsliðshóp sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM

Jón Guðni Fjóluson hefur verið valinn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gerði tvær breytingar á liði Íslands frá sigr­in­um á Króa­tíu á Laug­ar­dals­velli í júní. Jón Guðni kemur inn fyrir Aron Sigurðarson og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson kemur inn fyrir Ögmund Kristinsson.

Leikurinn gegn Finnum fer fram í Tampere laugardaginn 2. september og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Úkraínu verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september kl. 18:45.

Jón Guðni er algjör lykilmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og kemur því engum á óvart að Heimir skuli velja Þorlákshafnarbúann í landsliðshópinn í þessum tveimur mikilvægu leikjum.

Hér að neðan má sjá landsliðshóp Íslands sem mætir Finnlandi og Úkraínu.

Sóknarmenn L M Félag
Alfreð Finnbogason 41 11 FC Augsburg
Jón Daði Böðvarsson 32 2 Reading FC
Björn Bergmann Sigurðarson 7 1 Molde FK
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson 70 2 Cardiff City FC
Birkir Bjarnason 58 8 Aston Villa FC
Emil Hallfreðsson 58 1 Udinese Calcio
Jóhann Berg Guðmundsson 58 5 Burnley FC
Gylfi Þór Sigurðsson 50 15 Everton FC
Rúrik Gíslason 40 3 1.FC Nürnberg
Ólafur Ingi Skúlason 28 1 Kardemir Karabükspor
Arnóri Ingvi Traustason 13 5 AEK
Rúnar Már Sigurjónsson 12 1 Grasshopper Club
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson 72 1 Hammarby
Ragnar Sigurðsson 69 3 Rubin Kazan FC
Kári Árnason 60 3 Aberdeen FC
Ari Freyr Skúlason 49 KSC Lokeren
Sverrir Ingi Ingason 11 3 Rostov FC
Hörður Björgvin Magnússon 10 2 Bristol City FC
Jón Guðni Fjóluson 10 IFK Norrkoping
Hjörtur Hermannsson 3 Brøndby IF
Markmenn L M Félag
Hannes Þór Halldórsson 44 Randers FC
Ingvar Jónsson 5 Sandefjord
Rúnar Alex Rúnarsson 0 FC Nordsjæland