Vængir Júpíters mæta í höfnina

Í dag kl. 14:00 mun Ægir mæta Vængjum Júpíters á Þorlákshafnarvelli.

Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessu leik þar sem Þorlákshafnarbúinn og fyrrum leikmaður Ægis, Axel Örn Sæmundsson, leikur með Vængjum Júpíters.

Fyrir leikinn eru Ægismenn  í 8. sæti deildarinnar með 15 stig og Vængir Júpíters í öðru sæti með 27 stig.

Hvetjum við alla til að klæða sig vel og styðja við bakið á Ægismönnum í dag.

Uppfært kl. 12:58
Leiknum hefur verið frestað vegna veðurs og mun hann fara fram á mánudagskvöld í staðin.