Þórsarar mæta Hetti í fyrsta leik Icelandic Glacial mótsins

Icelandic Glacial mótið í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en mótið fer fram í Þorlákshöfn.

Heimamenn í Þór mæta Hetti klukkan 20 en á undan þeim mætast Keflavík og Njarðvík klukkan 18.

Mótið verður fram á sunnudag og því nóg af körfubolta í boði fyrir áhugasama Þorlákshafnarbúa um helgina.

Dagskrá mótsins:

Föstudagur
18:00 Keflavík – Njarðvík
20:00 Þór Þ – Höttur

Laugardagur
14:00 Höttur – Njarðvík
16:00 Keflavík – Þór Þ

Sunnudagur
14:00 Höttur – Keflavík
16:00 Þór Þ – Njarðvík