Góð byrjun Þórs í Icelandic Glacial mótinu

Þórsarar byrja Icelandic Glacial mótið vel en liðið vann öruggan sigur á Hetti í fyrsta leik nú í kvöld, 92-64.

Nýji erlendi leikmaður Þórs, Jesse Pellot Rosa, kemur sterkur inn í lið Þórs en hann var athvæðamestur í kvöld með 23 stig og 5 fráköst. Halldór Garðar kom næstur með 21 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. Frændi hans og fyrirliði Þórs, Emil Karel, bætti síðan við 10 stigum fyrir Þórsara og tók 3 fráköst.

Næsti leikur Þórsara í mótinu fer fram á morgun, laugardag, klukkan 16 þegar þeir mæta Keflavík sem vann Njarðvík í dag með tveimur stigum.