Sterkur sigur á Keflavík í öðrum leik

Þórsarar unnu sinn annan leik í Icelandic Glacial mótinu í dag þegar þeir unnu Keflavík nokkuð sannfærandi 95-80.

Halldór Garðar var frábær og stigahæstur í liði Þórs með 25 stig, Jesse Pellot Rosa bætti við 20 stigum og Þorsteinn Már flottur með 13 stig. Magnús Breki skoraði 11 stig og fyrirliðinn Emil Karel 9 stig. Snorri og Adam bættu síðan við 8 stigum og Benjamín skoraði 2 stig sem var jafnframt loka karfa leiksins.

Síðasti leikur Þórs í mótinu er klukkan 16 á morgun, sunnudag.