Þórsarar sigruðu Icelandic Glacial mótið 2017

Þórsarar sigruðu Icelandic Glacial mótið í körfubolta en mótið er liður í undirbúningi fyrir átökin í Domino’s deildinni sem hefst í október.

Þórsarar unnu fyrstu tvo leiki sína í mótinu en máttu þola þriggja stiga tap í síðasta leiknum gegn Njarðvík í dag.

Stigaskor Þórsara gegn Njarðvík: Halldór Garðar 30 stig og 8 stoðsendingar, Magnús Breki 17 stig, Emil Karel 16 stig og 6 fráköst, Ólafur Helgi 9 stig og 9 fráköst, Adam Eiður 8 stig. Jesse Pellot Rosa, bandaríski leikmaður Þórs, hvíldi í þessum leik ásamt Þorsteini Má og Óla Ragnari.