Fyrsti leikur tímabilsins í kvöld: Grindavík – Þór

Fyrsti leikur Þórsara í Domino’s deildinni þetta tímabilið er í kvöld þegar liðið leggur leið sína um Suðurstrandarveginn og mætir Grindavík.

Gera má ráð fyrir hörku leik í kvöld en fyrir tímabilið var Grindavík spáð 3. sæti og Þórsurum 6. sæti.

Leikurinn hefst klukkan 20 og er tilvalið að gera sér ferð á völlinn en þeir sem ekki komast geta fylgst með leiknum á Stöð 2 sport.