Grindavík og Þór mætast í kvöld

Frestaði leikur Grindavíkur og Þórs fer fram í kvöld, sunnudag, klukkan 19:15 í Grindavík.

Eins og áður hefur komið fram þá átti leikurinn að vera á föstudaginn en honum var frestað vegna matareitrunar hjá mörgum leikmönnum Þórs.

Það verður þétt leikjadagskráin hjá Þórsurum af þessum sökum því liðið mun leika næst á fimmtudaginn í deildinni og svo sunnudaginn næsta í bikarnum.

Nú er um að gera að fjölmenna til Grindavíkur og styðja við Þórsara í fyrsta leik tímabilsins.