Þór með sinn fyrsta sigur

Þórsarar sigruðu í gær Stjörnuna 85-77 í 4. umferð Dominos deildar karla. Þetta var fyrstu sigurleikur Þórs í deildinni í vetur en eftir leik er liðið í 10. sæti.

Stjarnan byrjaði betur og var staðan 33-40 í hálfleik og staðan ekki björt hjá Þórsurum.

Þórsarar komu þó mun ferskari inn í þriðja og fjórða leikhlutann og sigruðu leikinn með 8 stigum.