Stækka geymsluplön vegna aukinna umsvifa í innflutningi

Sveitarfélagið Ölfuss hefur ákveðið að stækka geymsluplön vegna aukinna usvifa við höfnina í Þorlákshöfn og þá aðallega vegna innflutnings bíla og stærri tækja með Mykines.

Frá þessu er greint í fundargerð Hafnarstjórnar Þorlákshafnar. „Hafnarstjóra, bæjarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að vinna áfram að tillögum um geymsluplön í samræmi við umræður.“

„Hafnarstjórn samþykkir að tæplega 3 ha. plan ofan smábátahafnar verði sléttað og á það verði borið fínt yfirlag.“