Frábærir tónleikar Karlakórs Selfoss

Rétt í þessu var að ljúka frábærum tónleikum Karlakórs Selfoss í Þorlákskirkju.

Á tónleikunum kom fram ungt tónlistarfólk úr Þorlákshöfn ásamt kórnum sem söng hugljúf og falleg jólalög.

Kjartan Björnsson stóð fyrir tónleikunum og á hann stórt hrós skilið fyrir framtakið.